hugur hennar stóð hærra en almennt gerðist
hugur hennar stóð hærra en almennt gerðist
engin var hún volæðis- eða kenjasál
skemmti sér við lestur bóka og ritgjörða
sem ekki voru við alþýðuhæfi
átti hið innra í sjálfri sér
bjartan heim drauma og ljóða
kunni að umgangast háa sem lága
kunni að taka á móti gestum
kunni að hlýða á mál manna
kunni að segja frá
hagmælt var hún en hélt því lítið á lofti
skáldmælt nokkuð þótt hún flíkaði því lítt
dável hagmælt en flíkaði ekki þeirri gáfu
gat komið saman vísu en hélt því ekki á lofti
frábitin því
að segja af sér afrekasögur
Notes:
“hugur hennar stóð hærra en almennt gerðist” was originally published in Hetjusögur (Benedikt, 2020). Read the English-language translation, “her mind ranged higher than common happenings,” and the translator’s note, both by K.B. Thors.
Source:
Poetry
(June 2024)